Nú fyrir skemmstu opnaði hönnunarmiðstöðin ATMO í stórhýsinu að Laugavegi 91, þar sem verslunin Sautján var áður til húsa. Bolli Kristinsson, eigandi hússins og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, fagnar því mjög að nú megi finna þennan mikla fjölda hönnuða undir einu þaki að, en hin vinsæla veitingahúsakeðja, GLÓ, opnaði einnig stað í húsinu á dögunum.
„Ég hef fylgst með íslenskri hönnun um nokkurt skeið og þeirri miklu grósku sem verið hefur í þeirri grein, en nú mun þessi vara fá sín notið mun betur en áður,“ segir Bolli og bætir við: „Við höfum fyrir löngu áttað okkur á að að við eigum einstakt tónlistarfólk, nægir þar að nefna Björk, Sigurrós, GusGus og nú seinast Of Monsters and Men. Þar er sleginn einhver tónn sem fólk dáist að um allan heim. Sama má segja um íslenska hönnuði sem nú eru að fylla ATMO húsið lífi. Þar er sérstaða íslenskra hönnuða mjög greinileg. Þetta er kraftmikil og flott hönnun, en þær Ásta Kristjánsdóttir og Sygin Eiríksdóttir eiga mikinn heiður skilinn fyrir hafa komið ATMO á fót og vonandi munu Íslendingar taka hönnuðunum opnum örmum. Í mínum huga er ljóst að hér er sprottinn vísir að atvinnugrein sem á mikla framtíð fyrir sér og mun einnig verða lyftistöng fyrir verslun og mannlíf í miðborginni.“