Hinn 15. nóvember mun Ásta Kristjánsdóttir í ATMO opna miðstöð íslenskrar hönnunar í gamla Sautján húsinu að Laugavegi 91. Hér er um að ræða eitt glæsilegasta verslunarhús landsins, sem hefur staðið autt í nokkur ár. Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg fagna því sérstaklega að nú hylli undir að myndarleg starfsemi flytji í húsið sem mun án efa verða mikil lyftistöng fyrir verslun við ofanverðan Laugaveg.