Gamlir Reykvíkingar muna vel eftir Rafskinnu sem var rafknúin auglýsingabók, sem komið var fyrir í svokölluðum Skemmuglugga í Austurstræti fyrir hver jól og fyrir vertíðarlok, allt frá árinu 1933 fram til ársins 1958.
Gunnar Bachmann loftskeytamaður átti bókina, en hann lét smíða hana eftir að hann sá sams konar bók í búðarglugga í París. Á hverri opnu voru tvær myndir og samtals allt að 64 auglýsingamyndir. Jón Kristinsson og áður Tryggvi Magnússon teiknuðu myndirnar, en Gunnar seldi bönkum og ýmsum stórum fyrirtækjum í bænum auglýsingar í bókina.
Við hliðina á Rafskinnu var jafnan einhver annar hreyfanlegur hlutur, lengst af skokallaðar Kaffikerlingar, sem voru auglýsing frá O. Johnson & Kaaber. Kerlingarnar voru þrjár og hreyfðu kaffi bollana sína fram og til baka.
Kaffikerlingarnar og Rafskinna eru nú löngu týnd.