Verslun Dressmann á Laugaveginum hefur hætt starfsemi, en þar með hverfur síðasta alþjóðlega vörumerkið úr miðborginni, en við verslunargötur erlendis eru jafnan margar verslanir alþjóðlegra vörumerkja. Ekki eru mörg ár síðan við Laugaveginn mátti finna Ecco, Vero Moda, Jack & Jones og fleiri slík vörumerki.
Verslun Dressmann hefur verið með allra stærstu verslunum við götuna, en stórum verslunum í miðborginni hefur fækkað mikið undanfarna áratugi og nú er liðin tíð að verslanir séu starfræktar á tveimur hæðum.
Við kveðjum Dressmann með söknuði og þökkum fyrir ánægjulega samveru undanfarinn hálfan annan áratug. Um leið er það einlæg von okkar að myndarlegt verslunarfyrirtæki hefji starfsemi í húsnæðinu sem fyrst.