Á nýju útisvæði með heitum pottum, nuddpottum og busllaugum barna verður að finna „eitt heildstætt vatnslandslag“, eins og arkítektinn orðar það. Ný þjónustubygging verður með glerjaðri móttöku og veitingasölu gegn Barónsstíg. Tveim 25 metra sundbrautum er fyrir komið við suðurhlið útisvæðisins. Í hinni nýju þjónustubyggingu verður einnig að finna sauna- og gufuklefa.
Á neðri hæð nýbyggingarinnar verður heilsuræktarstöð sem tengist í gegnum hið nýja þjónusturými við Barónsstíg. Heilsuræktaraðstaðan gæti verið eins konar spa, þar sem finna mætti jogasal, nuddherbergi og leirböð, sem og nuddpotta og sauna.
Útilaug við Sundhöllina myndi verða mikil lyftistöng fyrir Austurbæinn og Norðurmýrina, sem yrðu eftirsóttari íbúðahverfi og þá myndi nýbygging af þessu tagi auka aðdráttarafl miðborgarinnar.