Stjórnarmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg áttu fund í hádeginu 22. janúar sl. með Halldóri Halldórssyni, nýjum oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Stjórnarmenn upplýstu hann á fundinum um stöðu verslunar í miðbænum og framtíðarhorfur. Halldór sýndi þessum málum mikinn skilning á fundinum og ljóst að hann ber hag miðbæjarins mjög fyrir brjósti.