Mary Portas hefur verið mjög áberandi undanfarið í umræðu um málefni miðborga í Bretlandi. Hún fór fyrir starfshópi sem ríkisstjórn David Camerons kom á laggirnar til að vinna að hugmyndum um uppbyggingu miðborga þar í landi, en víða þar í Bretlandi hefur verslun hreinlega horfið úr miðborgum á umliðnum árum og áratugum. Ýmsar tillögur hafa verið kynntar að úrbótum, en þær lúta meðal annars að bættu aðgengi að verslunum með fleiri bílastæðum og lækkun bílastæðagjalda.