Björn Jón Bragason fjallar um hnignun verslunar í miðborg Reykjavíkur og leiðir til úrbóta.
Nöturlegt hefur verið að horfa upp á hnignun verslunar í miðborg Reykjavíkur undanfarin ár og áratugi. Margar leiðir eru færar til að efla verslun á þessu svæði. Hins vegar hafa borgaryfirvöld lítinn lærdóm dregið af sögunni og hefta þess í stað aðgengi og uppbyggingu í miðborginni sem aldrei fyrr.
Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, útbjó þetta myndband í samvinnu við Ingvar Hauk Guðmundsson kvikmyndagerðarmann um hnignun verslunar í miðborginni.