Fimmtudaginn 13. mars efna Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg til opins fundar í hádeginu undir yfirskriftinni „Framtíð verslunar í miðbænum“. Öll framboð sem bjóða fram til borgarstjórnar munu eiga sinn fulltrúa á fundinum, sem verður með léttu sniði, en í upphafi fundarins hefur hver frambjóðandi fimm mínútur til að segja frá áherslum síns framboðs í málefnum miðbæjarins, sér í lagi með hliðsjón af framtíð verslunar á svæðinu.
Að því loknu verða almennar umræður.
Fundurinn hefst klukkan 12:00 og er haldinn á annarri hæð Sólon í Bankastræti.