Aðalfundur Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg verður haldinn í Þingholtssal Hótel Holts í hádeginu fimmtudaginn 14. mars nk. Dagskrá fundarins er eftirfarandi til samræmis við 10. gr. laga félagsins, en heiðursgestur fundarins verður Pétur Sveinbjarnarson, fyrrv. framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur, og mun hann flytja stutt erindi í lok fundar um miðbæinn og framtíð hans.
1. Ávarp formanns, Bolla Kristinssonar.
2. Skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar. Björn Jón Bragason, framkvæmda-stjóri félagsins, greinir frá störfum þess og Gunnar Guðjónsson, gjaldkeri stjórnar, fer yfir stöðu reikninga.
3. Lagabreytingar.
4. Ályktanir fundarins.
5. Kosning formanns og stjórnar.
6. Erindi Péturs Sveinbjarnarsonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins.
7. Önnur mál
Áætlað er að fundi ljúki klukkan 13:30. Hægt verður að kaupa tveggja rétta málsverð á staðnum á 3900 kr. Í aðalrétt er íslensk-norsk lúða, brasseruð í kampavíni ásamt kremuðum blaðlauk og kavíar. Desert dagsins á eftir.
Stjórnin