Upp úr aldamótum 2000 voru margir áhugasamir verktakar sem hugðu á stórframkvæmdir í miðborginni, þar á meðal við Laugaveginn og á teikniborðinu voru stór verslunar og skrifstofuhús, sem hefðu styrkt verslun og mannlíf í miðborginni til mikilla muna. Því miður stóðu borgarfulltrúar allra flokka í vegi fyrir því að þessi áform yrðu að veruleika. Hérna gefur að líta ýmsar þessara tillagna, en hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stórar. Sum húsin eru doldið groddaleg í þessu umhverfi, en þær hliðar sem snúa að Laugaveginum hefði hæglega mátt lagfæra. Hérna er mynd af tillögu að nýbyggingu á lóðinni Laugavegi 4–6:
Í stað þessara húsa voru reist hús í gömlum stíl á þessum kafla með háum þrepum og engum útstillingargluggum, en þau hús standast ekki kröfur til verslunarhúsa á 21. öldinni. Nokkru ofar á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Smiðjustíg og Klapparstíg, voru uppi ráðagerðir um stór verslunar- og skrifstofuhús með skemmtilegri aðkomu frá Laugavegi:
Og séð frá lofti hefðu byggingarnar litið svona út með torgi í miðjunni:
Og hérna má sjá Hverfisgötuhúsin að kvöldlagi:
Og á Laugavegar og Vatnsstígs voru gerðar teikningar af húsum, þar sem reiturinn yrði mjög vel nýttur:
Og svona hefði götumyndin orðið frá Laugavegi séð, en ef til vill hefði mátt milda útlit þessarar hliðar til að húsin yrðu í betra samræmi við umhverfið:
Og á horni Laugavegar og Frakkastígs skyldi Listaháskólinn rísa og var efnt til hugmyndasamkeppni um hönnun þess húss. Hérna gefur að líta þá teikningu sem varð hlutskörpust: