Stofnfundur Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg var haldinn á Hótel Holti fimmtudaginn 6. júní síðastliðinn. Í stjórn voru kjörin Bolli Kristinsson, Brynjólfur Björnsson, Gunnar Guðjónsson, Hildur Símonardóttir og Jón Sigurjónsson. Og í varastjórn Frank Ú. Michelsen og Hallgrímur Sveinsson.
Markmið og tilgangur hinna nýju Samtaka er að efla verslun við Laugaveginn í Reykjavík og vera málsvari eigenda rótgróinna verslana og eigenda verslunarhúsnæðis við götuna.
Stofnfundinn sátu Gunnar Guðjónsson, Gleraugnamiðstöðinni; Jón Sigurjónsson, Jóni & Óskari; Bolli Kristinsson, Brekkuhúsum ehf.; Rúdolf Kristinsson, K. Einarsson & Björnsson; Hallgrímur Sveinsson, Gullkúnst Helgu; Gunnar Rósinkranz, Hótel Fróni; Sveinn Valfells, Kjörgarði; Gunnar Indriðason, Vesturgarði ehf.; Frank Ú. Michelsen, Michelsen úrsmiðum; Svava Eyjólfsdóttir, Verslun Guðsteins Eyjólfssonar; Helgi Njálsson, Hún ehf.; Hildur Símonardóttir, Vinnufatabúðinni; Brynjólfur Björnsson, Versluninni Brynju; Guðrún Steingrímsdóttir, Lífstykkjabúðinni; og Björn Jón Bragason, sem hafði umsjón með undirbúningi stofnfundarins. Sérstakur gestur fundarins var Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og flutti hann stutt ávarp.