Nýlega fór fram arkítektasamkeppni um skipulag á svokölluðum Landssímareit, sem afmarkast af Austurvelli, Kirkjustræti, Aðalstræti og Ingólfstorgi. Athyglisvert er að skoða þær tillögur sem urðu hlutskarpastar og höfnuði í fyrsta til þriðja sæti.
Í öllum þeim tillögum er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu, en að sama skapi er gengið mjög langt í verndun gamalla bygginga, en segja má að gömlu húsin við Ingólfstorg fái notið sín betur ef tekið yrði mið af sumum þessara hugmynda.
Nú er talsvert deilt um þessar tillögur og margar þær aðfinnsla sem komið hafa fram eiga rétt á sér. Tillögunar sýna engu að síður að færir arkítektar geta komið með útfærslur sem sætta andstæð sjónarmið friðunarsinna og uppbyggingarsinna.