Á Laugavegi 20 er lítið hús í niðurníðslu sem fellur illa að umhverfi sínu. Hérna að neðan gefur að líta hugmyndateikningar Ívars Arnar Guðmundssonar arkítekts að mögulegri framhlið nýs húss á þessum stað, sem yrði í meira samræmi við umhverfið, en það hús sem fyrir er. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 136 fermetra verslunarhúsnæði á þessum stað, sem yrði kærkomin lyftistöng fyrir þennan hluta Laugavegarins.